fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þreifingar um stjórnarmyndun

31. október 2014 kl. 15:33

Frá Landsþingi LH.

Níu framboð til stjórnar LH liggja fyrir og von er á fleirum.

Talsverðar þreifingar eru meðal hestamanna víða um land vegna framboða til nýrrar stjórnar LH.

Í samtali við viðmælendur kom fram að nauðsynlegt sé að stjórnin endurspegli ólíkar skoðanir hestamanna svo samstaða geti myndast kringum landshreyfinguna.

Ljóst er að fólk víðsvegar um landið vinnur að því að finna álitlega frambjóðendur. Samkvæmt upplýsingum virðast menn þó fylkja sér saman um ólíkar skoðanir á Landsmótshaldi.

Eiðfaxi hefur heimildir fyrir því að skorað hafi verið á þónokkra einstaklinga til að bjóða sig fram í forystuhlutverk og von er á einu framboði til formanns. Samkvæmt heimildum munu fylgja því fleiri framboð til stjórnar.

Samkvæmt upplýsingum frá kjörnefnd LH hafa níu framboð borist; eitt til formanns, fjögur í aðalstjórn og fjögur í varastjórn. Kjörnefnd vonast til að fleiri framboð liggi fyrir um helgina og hefur hug á birta þau eftir helgi. Framboð skulu berast eigi síðar en á hádegi föstudaginn 7. nóvember.