þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrefaldur Landsmótssigurvegari?

30. júní 2014 kl. 15:07

Glódís Rún Sigurðardóttir og Kamban frá Húsavík ásamt Arnari Bjarka Sigurðarsyni.

Glódís og Kamban með 8.80.

Glódís Rún Sigurðardóttir er ótrúleg en hún er efst í barnaflokkinum með 8.80 í einkunn. Hún ríður stóðhestinum Kamban frá Húsavík en hún er einnig eigandi. 

Glódís er feikna mikill reiðmaður, frábær sýning og mjög vel riðin. Glódís og Kamban hafa nú þegar sigraði barnaflokkinn á Landsmótinu tvisvar, ætla þau að endurtaka leikinn í þriðja sinn?

Viðtal við Glódísi Rún og Védísi Huld er hægt að nálgast í nýjasta tölublaði Eiðfaxa sem kemur út á morgun.