mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorvaldur yfirdómari á HM

15. janúar 2015 kl. 21:11

Smá frá Þúfu sigraði flokk 5 vetra hryssna á HM 2011. Knapi er Helga Una Björnsdóttir.

Starfsstöður kynbótasýninga í Herning vel mannaðar.

Þorvaldur Kristjánsson, Barbara Frische og Nina Bergholtz verða kynbótadómarar Heimsmeistaramótsins í Herning, Danmörku, næsta sumar. Þorvaldur hefur verið ráðinn yfirdómari kynbótasýninga mótsins, að er fram kemur í frétt FEIF.

Silke Feuchthofen og William Flügge munu hafa eftirlit með búnaði og eru auk þess varadómarar. Formaður kynbótanefnda FEIF, Marlise Grimm, verður sýningarstjóri, en William Flügge og Bjarne Poulsen munu hafa umsjón með framkvæmd sýningarinnar.

Heimsmeistaramótið fer fram 3. – 8. ágúst næstkomandi. Hægt er að skoða heimasíðu mótsins hér. Þáttökuþjóðir hafa leyfi til að tefla einu kynbótahrossi fram í hverjum flokki.