sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorvaldur sigrar

6. mars 2014 kl. 22:26

Stjarna frá Stóra-Hofi, knapi Þorvaldur Árni Þorvaldsson

Töltinu lokið

Töltið fór svo að Þorvaldur Árni Þorvaldsson sigraði töltið með glæsibrag á Stjörnu frá Stóra-Hofi með 9,17 í einkunn. Í öðru sæti var Árni Björn Pálsson á Stormi frá Herríðarhóli með 9,00 í einkunn. 

Hart var barist í úrslitunum og var ekki laust við að maður fengi gæsahúð á köflum. Þorvaldur hlaut einnig FT Fjöðrina en hann hlaut hana líka síðasta.

Niðurstöður úr A úrslitum:

1. Þorvaldur Árni Þorvaldsson Stjarna frá Stóra-Hofi 9,17
2. Árni Björn Pálsson Stormur frá Herríðarhóli 9,00
3. Viðar Ingólfsson Vornótt frá Hólabrekku 8,50
4. Leó Geir Arnarson Krít frá Miðhjáleigu 8,22
5. Hinrik Bragason Stórval frá Lundi 7,94
6. Sigurður V. Matthíasson Bragur frá Seljabrekku 7,89