miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorvaldur í 4 ára bann

10. október 2015 kl. 16:31

Stjarna frá Stóra-Hofi, knapi Þorvaldur Árni Þorvaldsson

Þurfti að beita Þorvald fortölum til að fá hann í lyfjapróf.

Þorvaldur Árni Þorvaldsson hefur verið dæmdur í 4 ára bann eftir að amfetamín fannst í blóði hans. Eins og hefur verið fjallað um áður var Þorvaldur tekin í lyfjapróf eftir keppni hans í tölti á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks í Víðidal í maí síðast liðinn. 

Lítið hefur sést til Þorvaldar síðan en þetta hefur gríðarleg áhrif á atvinnumennsku hans. Þetta er annað bannið sem Þorvaldur hlítur en hann var dæmdur í þriggja mánaða bann á síðasta ári eftir að amfetamín fannst í blóði hans. Sá dómur var síðan mildaður niður í mánuði. 

Í úrskurði dómsins kemur fram að Þorvaldur hafði verið að skemmta sér kvöldið áður og einnig að aðstandendur mótsins hafi þurft að beita Þorvald fortölum til að fá hann í lyfjaprófið. Einnig reyndist erfitt að ná í Þorvald eftir að niðurstöður prófsins voru ljósar og eftur endurteknar tilraunir án árangur voru þær sendar með ábyrgðarpósti á heimil hans.  

RÚV greinir frá þessu á vefi sínum:

"Þorvaldur Árni Þorvaldsson, einn fremsti knapi landsins, hefur verið dæmdur í 4 ára bann eftir að amfetamín fannst í blóði hans eftir keppni í tölti á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks í Víðidal í maí. Lyfjaeftirlitið krafðist þess að Þorvaldur Árni yrði dæmdur í 8 ára bann.

Úrskurður dómstóls ÍSÍ var birtur á vef sambandsins fyrir helgi. 

Úti að skemmta sér kvöldið fyrir mót

Þetta er annað bannið sem Þorvaldur fær fyrir lyfjamisnotkun - hann var dæmdur í þriggja mánaða bann á síðasta ári þegar amfetamín fannst í lífsýni hans. Sá dómur var síðar mildaður í mánuð.Í úrskurðinum kemur fram að aðstandendur mótsins hafi þurft að beita Þorvald fortölum til að fá hann í lyfjapróf. Þegar Lyfjaeftirlitsnefnd fékk niðurstöður úr efnagreiningu frá Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð, um að amfetamín hefði fundist í blóði Þorvaldar, reyndi hún án árangurs að hafa samband við Þorvald í síma eða með skilaboðum.Hún neyddist því til að senda Þorvaldi niðurstöðurnar í ábyrgðarpósti á heimili hans. Í greinargerð Þorvaldar, sem lögð var fyrir dóminn, viðurkennir hann að hafa tekið amfetamín. Hann hafi um lengri tíma átt við áfengis-og vímunefnavanda að stríða og verið að skemmta sér kvöldið fyrir mótið.

Hestamennska ástríða

Hann hafi dvalið á Vogi frá 1. til 10. júní og sæki fundi vegna fíkniefnamála sinna. Hann kveðst eiga allt undir þátttöku í hestamennsku, sé landsþekktur og í fremstu röð. Þá sé hann einn vinsælasti tamningamaður landsins.Þorvaldur ítrekaði þetta í skýrslutöku fyrir dóminum. Hann kvaðst eingöngu nota amfetamín til að geta drukkið meira, ekki til árangursbætingar. Hann væri alkahólisti sem hefði fallið mánudaginn fyrir mót og verið að fram á þriðjudag. Honum hefði því verið brugðið þegar hann var beðinn um lyfjapróf og „fór í hálfgert sjokk.“ Hestamennska væri ástríða hans og hann hefði starfað við hana allt sitt líf.Dómstóll ÍSÍ segir að með hliðsjón af framburði Þorvaldar hafi hann sýnt fram á það að hann hafi ekki notað amfetamín til að bæta árangur sinn. Þar sem þetta var annað brot hans var dómurinn nú þyngdur um helming og var hann því dæmdur í 4 ára bann."

Dómur ÍSÍ