fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorvaldur Árni og Jakob í sama liði

13. janúar 2012 kl. 13:38

Þorvaldur Árni Þorvaldsson tekur Kiljan frá Steinnesi til kostanna á Kaldármelum 2009.

Top Reiter/Ármót sjöunda lið í Meistaradeild

Lista reiðmennirnar Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Jakob S Sigurðsson eru báðir í liði Top Reiter/Ármóts, en það er sjöunda og síðasta liðið sem kynnt er til leiks á vef Meistaradeildarinnar. Þér félagar eru báðir gamalreyndir í deildinni og hafa átt stórleiki inn á milli, einkum í gæðingafimi og tölti, þar sem þeir hafa lagt sérlega metnað í fágaða reiðmennsku og undirbúning. Liðstjóri er Guðmundur Björgvinsson, staðarhaldari á Inólgshvoli, og þá er Sigurður Óli Kristinsson einnig í liðinu. Allt eru þetta þrautþjálfaðir keppnismenn og sýningamenn.