föstudagur, 19. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þórunn og Austri unnu fimmganginn

19. febrúar 2015 kl. 09:38

Sigurvegarar kvöldins, Þórunn og Austri.

Gluggar og Gler deild Spretts

„Frábær mæting var í Sprettshöllina í kvöld en þar fór fram Úrval Útsýn fimmgangur í Gluggar og Gler deild Spretts. Bekkirnir voru vel setnir og góður andi í húsinu þrátt fyrir vonskuveður og öskudagsfjör víða í bænum.

Í upphafi kvöldsins ávarpaði Pjétur N. Pjétursson formaður Landsliðsnefndar gesti og þátttakendur þar sem Pjétur fór með minningarorð um Einar Öder Magnússon hestamann sem lést eftir erfið veikindi síðastliðinn mánudag. Vottaði salurinn aðstandendum og fjölskyldu Einars samúð sínar með einnar mínútna þögn.

Hér má sjá hvernig úrslitin fóru:

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Þórunn Hannesdóttir / Austri frá Flagbjarnarholti 6,52
2 Árni Sigfús Birgisson / Sjór frá Ármóti 6,19
3 Sigurbjörn J Þórmundsson / Leistur frá Hemlu II 5,90
4 Þorvarður Friðbjörnsson / Þengill frá Þjóðólfshaga 1 5,79
5 Játvarður Jökull Ingvarsson / Kappi frá Dallandi 5,69
6 Leó Hauksson / Bú-Álfur frá Vakurstöðum 5,62
7 Sigurður Grétar Halldórsson / Álmur frá Skjálg 4,05

Úrslit úr forkeppni urðu eftirfarandi:

Sæti / Keppandi / Hestur / Einkunn
1 Þórunn Hannesdóttir / Austri frá Flagbjarnarholti 6,07
2 Sigurður Grétar Halldórsson / Álmur frá Skjálg 5,93
3 Árni Sigfús Birgisson / Sjór frá Ármóti 5,87
4 Þorvarður Friðbjörnsson / Þengill frá Þjóðólfshaga 1 5,70
5-6 Játvarður Jökull Ingvarsson / Kappi frá Dallandi 5,63
5-6 Sigurbjörn J Þórmundsson / Leistur frá Hemlu II 5,63
7 Leó Hauksson / Bú-Álfur frá Vakurstöðum 5,57
8-11 Birgitta Dröfn Kristinsdóttir / Harpa frá Kambi 5,53
8-11 Gunnar Tryggvason / Sprettur frá Brimilsvöllum 5,53
8-11 Jón Steinar Konráðsson / Skyggnir frá Stokkseyri 5,50
8-11 Erlendur Ari Óskarsson / Bjarkey frá Blesastöðum 1A 5,50
12 Guðmundur Jónsson / Lækur frá Hraunbæ 5,40
13 Rut Skúladóttir / Ormur frá Framnesi 5,27
14 Hrefna Hallgrímsdóttir / Gyllir frá Þúfu í Kjós 5,23
15 Hrafnhildur Jónsdóttir / Eysteinn Ísar frá Ketilsstöðum 5,20
16 Ámundi Sigurðsson / Hrafn frá Smáratúni 5,17
17-19 Alexander Ágústsson / Óður frá Hafnarfirði 5,13
17-19 Viðar Þór Pálmason / Hyllir frá Hvítárholti 5,13
17-19 Helena Ríkey Leifsdóttir / Jökull frá Hólkoti 5,13
20 Stella Björg Kristinsdóttir / Þórunn frá Kjalarlandi 5,07
21-22 Gunnar Eyjólfsson / Bassi frá Kastalabrekku 4,97
21-22 Rakel Sigurhansdóttir / María frá Marteinstungu 4,97
23 Guðrún Margrét Valsteinsdóttir / Nótt frá Akurgerði 4,90
24 Tinna Rut Jónsdóttir / Gjálp frá Vöðlum 4,83
25-26 Brynja Viðarsdóttir / Vera frá Laugabóli 4,80
25-26 Höskuldur Ragnarsson / Hængur frá Hellu 4,80
27 Ásgerður Svava Gissurardóttir / Viska frá Presthúsum II 4,67
28 Þórunn Eggertsdóttir / Vilborg frá Melkoti 4,53
29 Ingi Guðmundsson / Elliði frá Hrísdal 4,50
30 Óskar Pétursson / Berglind frá Húsavík 4,40
31 Rósa Valdimarsdóttir / Grímhildur frá Tumabrekku 4,30
32 Bjarni Sigurðsson / Þengill frá Laugavöllum 4,20
33 Ragnhildur Loftsdóttir / Askur frá Syðri-Reykjum 4,10
34 Sigurður Helgi Ólafsson / Vorboði frá Kópavogi 3,83
35 Gunnhildur Sveinbjarnardó / Elding frá Hvoli 3,47
36 Jóhann Ólafsson / Helgi frá Neðri-Hrepp 3,33 (Gult spjald x 3)
37 Rúnar Bragason / Sveifla frá Kambi 3,30 (Gult spjald)
38 Halldóra Baldvinsdóttir / Spurning frá Vakurstöðum 2,73
39 Sigurður Gunnar Markússon / Þytur frá Sléttu 2,63
40-42 Sveinbjörn Bragason / Straumey frá Flagbjarnarholti 0,00
40-42 Sverrir Einarsson / Kjarkur frá Votmúla 2 0,00
40-42 Þórir Hannesson / Þöll frá Haga 0,00 (Rautt spjald)

Stigahæsta lið kvöldsins er lið Poulsen, en þeir Þorvarður, Guðmundur og Sigurbjörn tóku við liðaplattanum í kvöld. Næsta mót er slaktumatölt fimmtudaginn 5. mars klukkan 19:00 í Sprettshöllinni. Hlökkum til að sjá sem flesta í Sprettshöllinni eftir tvær vikur.

Valgerður Eyglóardóttir var heppin en hún var dreginn út í Úrval Útsýn getrauninni og vinnur gjafabréf að upphæð 50.000 krónur hjá Úrvali Útsýn. Jónína Birna Björnsdóttir afhenti Valgerði gjafabréfið.“ segir í frétt á vef Spretts.