mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorsteinn hlaut FT-fjöðrina

7. maí 2015 kl. 10:50

Þorsteinn Björnsson við þjálfun. Mynd af fésbókarsíðu reiðkennarans.

Fagmenn á vegum Félags tamningamanna veita viðurkenningu fyrir léttleikandi reiðmennsku.

Félag tamningamanna kom á fót viðurkenningu fyrir léttleikandi reiðmennsku og einstaka útgeislun í ársbyrjun í fyrra. Viðurkenningin er nefnd FT-fjöðrin og var val á fjaðurhöfum látin í hendur dómara.

"Sú breyting er í ár að fagmenn á vegum félagsins fylgjast með mótum og velja parið sem hefur þetta einstaka samspil sem leitað er eftir. Fallegt samspil knapa og hests, jákvæð orka undir stjórn og umfram allt léttleiki, burður og útgeislun," segir í tilkynningu frá formanni FT, Súsönnu Ólafsdóttur.

Fyrsta FT-fjöður ársins 2015 var veitt Þorsteini Björnssyni fyrir sýningu sína í gæðingafimi í Meistaradeild Norðurlands, KS-deildinni.