sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þóroddur mætir með afkvæmum

26. apríl 2012 kl. 14:43

Þóroddur mætir með afkvæmum

Þóroddur sem hefur ekki komið opinberlega fram í fjölmörg ár, hann hefur ekki verið í mikilli brúkun og aðeins lítillega riðið og mest teymdur til að halda honum í formi.

 
Þóroddur var sýndur til afkvæmaverðlauna á síðasta Landsmóti en afkvæmalýsingin er eftirfarandi:
 
Þóroddur gefur meðal stór hross með skarpt, þurrt höfuð en ekki beina neflínu. Eyrun eru fínleg og vel borin. Hálsinn er vel reistur og grannur með klipna kverk en frekar lágt settur á brjóstið. Bakið er breitt og vöðvað en stundum svagt, lendin löng og öflug. Afkvæmin eru langvaxin og fótahá. Fætur eru þurrir með öflugar sinar, yfirleitt réttir að aftan en útskeifir að framan. Hófar eru efnisþykkir og prúðleiki um meðallag. Flest afkvæmi Þórodds eru alhliðageng með rúmu, taktgóðu og mjúku tölti og skrefmiklu brokki. Skeiðgeta er afbragð og skeiðið ferðmikið og öruggt. Afkvæmin eru ásækin í vilja og fara prýðilega.
 
Þóroddur gefur hálsgrönn og fótahá, rúm alhliða ganghross, skeiðið best.
 
Hann hefur gefið fjölda athyglisverðra afkvæma m.a. Heimsmeistaran Arnodd frá Auðsholtshjáleigu sem stóð efstur í 6.vetra flokki á Hm2011, en einnig hafa stóðhestarnir Hringur frá Skarði, Grunnur frá Grund, Hvessir frá Ásbrú og Þrumifleygur frá Álfhólum vakið talsverða athygli. Hæsd dæmda hryssan undan Þóroddi er Von frá Þóroddsstöðum sem hlaut 8,58 fyrir kosti.
 
En Þórodd þarf vart að kynna fyrir hestamönnum. Hann er fæddur Bjarna Þorkelssyni stórræktanda á Þóroddsstöðum árið 1999, undan Oddi frá Selfossi og Hlökk frá Laugavatni. Hann hlaut 8,74 í aðaleinkunn kynbótadóms  á landsmóti árið 2004 og setti við það heimsmet.  Tveimur árum síðar var hann í 2. sæti í A-flokk gæðinga  á landsmóti.
 
Þóroddur uppfyllir nú lágmarksskilyrði til heiðursverðlauna, stendur með 119 stig í kynbótamati og 52 dæmd afkvæmi.
 
Upplýsingar um Þórodd veitir Bjarni Þorkellsson í síma 486-4462 og 844-5758.
 
Þetta er viðburður sem enginn má láta fram hjá sér fara.
 
Frír aðgangur er að stóðhestadegi Eiðfaxa sem hefst eins og áður sagði á Brávöllum á Selfossi sunnudaginn 29. apríl kl. 14.