sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þóroddur í heiðursverðlaun

24. október 2011 kl. 10:57

Hringur frá Skarði, sonur Þórodds frá Þóroddsstöðum. Knapi Hekla Katarína Kristinsdóttir.

Tólf fyrstu verðlauna stóðhestar í afkvæmahópnum

Eins og fram kom í Hestablaðinu, 10. tbl. 2011, sem kom út í síðustu viku, er Þóroddur frá Þóroddsstöðum kominn með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Skráð afkvæmi eru 392, fulldæmd 52. Aðaleinkunn kynbótamats er 119, en lágmarkseinkunn í heiðursverðlaun er 118 stig og 50 fulldæmd afkvæmi. Þetta eru vissulega gleðitíðindi, vegna þess að afkvæmin létu bíða nokkuð eftir sér, líkt og hjá Náttfara frá Ytra-Dalsgerði forðum.

Tólf fyrstu verðlauna stóðhestar eru nú komnir fram undan Þóroddi og fjórir raða sér á toppinn yfir hæst dæmdu afkvæmi hans: Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu, undan Trú frá Auðsholtshjáleigu, með 8,51 í aðaleinkunn, Hringur frá Skarði, undan Móu frá Skarði, með 8,48, Grunnur frá Grund II, undan Glímu frá Vindheimum, með 8,47, og fjórði Hvessir frá Ásbrú, undan Sömbu frá Miðsitju, með 8,34. Þeir sem hallast að Þóroddsstaða- og Odds línunum hafa því úr nægu að moða.