sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þörf á virkri umræðu um velferð hrossa

26. maí 2014 kl. 11:45

Eiðfaxi og Dýraverndarsamband Íslands í samstarf.

Þörf er á virkri umræðu um velferð hrossa. Dýraverndarsamband Íslands beitir sér fyrir bættri velferð dýra og stendur vörð um lögvernd þeirra. Samtökin hafa nú hafið samstarf við Eiðfaxa um ritun pistla í tímaritið. Pistlunum er ætlað að benda á og fræða lesendur um málefni hrossavelferðar.

Fyrsti pistillinn fjallar um tíðræddan tunguboga og aðrar aðferðir sem brjóta í bága við dýraverndarlög má nálgast í 5. tölublaði Eiðfaxa. Pistlar undir nafninu „Frá Dýraverndaranum” munu birtast í öðru hverju tölublaði.