mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þörf á meiri stíl og fágun

3. september 2011 kl. 13:00

Þörf á meiri stíl og fágun

Í Eiðfaxa sem kemur út eftir helgina er meðal annars efnis viðtal við ungmennin í landsliðinu og rætt við þau meðal annars um reynsluna og lærdóminn sem þau geta dregið af þátttöku í HM í Austurríki. Viðtalið er opið og skemmtilegt og umfram allt annað, fróðlegt. Hér er stuttur kafli úr því:
 

Blm: En aftur að Heimsmeistaramóti. Nú tók maður eftir smá áherslumun á þeim reiðstíl sem heillaði dómara hvað mest úti og þeirri reiðmennsku sem er í hávegum höfð hér heima. Finnið þið fyrir því að íþróttareiðmennska sé að breytast? Er yngri kynslóðin að verða öðruvísi reiðmenn en þeir sem eldri eru?

AH: Kannski ekki öðruvísi reiðmenn, en meiri íþróttamenn. Ég held að við öll, og bestu ungu knaparnir, leggi mikið upp úr því að sýna flotta og prúða reiðmennsku.

HK: Það er líka byrjað að verðlauna fyrir fágun. Manni er hrósað fyrir að vera flott á vellinum, en ekki fyrir að geta „tætt“ eitthvað út úr hestinum. Markmiðið er núna að geta sýnt eitthvað sérstakt, ákveðinn stíl, eitthvað sem er flott að horfa á.

AB: Íþróttareiðmennskan sem við sáum úti er frábrugðin þeirri sem maður venst hér heima. Íþróttakeppnin líkist meira gæðingakeppninni hérna, það er riðið á meiri hraða. Þarna úti er aldrei farið yfir milliferð og riðið er nákvæmlega eftir leiðaranum.

AH: Við þurftum að ríða brokkið mikið hægar en við gerum hér heima og ég held dómararnir úti hafi verið að draga vel niður ef farið var aðeins hraðar en á milliferð. Mér finnst tíðkast hérna heima að ríða þetta svolítið rösklega þannig að það sé meiri kraftur í sýningunni.

Áskrifendur geta lesið allt viðtalið auk annars efnis í blaðinu í rafrænu útgáfunni hér á Eiðfaxa vefnum.