mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þórður og Glymur unnu fimmgang

25. febrúar 2012 kl. 17:26

Þórður og Glymur unnu fimmgang

Enn berast fréttir af óvæntum úrslitum á Heimsbikarmótinu því Þórður Þorgeirsson og Glymur frá Innri-Skeljabrekku komu sáu og sigruðu fimmgangskeppnina eftir að hafa komið fimmtu inn í úrslit. Fékk Þórður 1000 evrur að launum og var vel að sigrinum kominn.

Camilla Mood Havig á Herjann frá Lian fékk silfur og Samantha Leidersdorff á Casanova vom Hrafnsholt brons. Agnar Snorri Stefánsson og Rómur frá Búðardal féllu óvænt niður í fjórða sæti og Magnús Skúlason og Aspar frá Fróni urðu fimmtu.