laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þórður og Fláki stóðu sig ágætlega

21. febrúar 2014 kl. 18:24

Fláki frá Blesastöðum 1A. Knapi Þórður Þorgeirsson

Fall er fararheill.

Forkeppni í fimmgangi var að byrja aftur en efstur er enn Agnar Snorri og Baldur með 6,63 í einkunn.

Þórður Þorgeirsson var að ljúka sinni sýningu á Fláka frá Blesastöðum. Þeir uppskáru 6,27 í einkunn. Þeir fengu mikið lofaklapp frá áhorfendum. Fetið var kannski slakast í sýningunni hjá Fláka en hann var góður á tölti og skeiði.

Þórður og Fláki féllu báðir á æfingu í gær og það gæti verið að það væri að hafa áhrif á þá félaga.

Niðurstöður eins og saðan er: 

1. Agnar Snorri Stefánsson Baldur vom Hrafnsholt 6,63 
2. Eva-Karin Bengtsson Nör von Bucherbach 6,33
3. Anette Överaas Seimur frá Brædratungu 6,30
4. Þórður Þorgeirsson Fláki frá Blesastöðum 6,27
5. Jolly Schrenk Bjalli von Berlar 6,07