miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þórarinn sópaði að sér verðlaunum

24. nóvember 2014 kl. 10:00

Þórarinn Eymundsson knapi ársins sem og kynbótaknapi ársins í Skagafirði.

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagafjarðar og hestaíþróttaráðs Skagafjarðar var haldin um helgina.

Þórarinn Eymundsson var valin knapi ársins sem og kynbótaknapi ársins. Gísli Gíslason var kjörin gæðingaknapi árins og Mette Mannseth íþróttaknapi. 

Í yngri flokkunum voru þær Stefanía Sigfúsdóttir (barnaflokki), Þórdís Inga Pálsdóttir (unglingaflokki) og Sonja Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir (ungmennaflokki) valdar knapar ársins.

Hólaskóli hlaut Ófeigsbikarinn en hann er gefin ræktunarbúi ársins. Hrannar frá Flugumýri 2 hlaut Sörlabikarinn er hann er gefin hæst dæmda kynbótahrossinu. 

Einnig var efstu hrossum í hverjum flokki veitt viðurkenning og gaman að segja frá því að Þoka frá Hólum átti efstu hrossin í þremur flokkum, 4 vetra hryssum, 5 vetra stóðhestum og 6 vetra hryssum.