sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þórarinn sigurvegari KS-deildarinnar

23. apríl 2015 kl. 19:41

Knaparnir Bjarni Jónasson, Þórarinn Eymundsson og Teitur Árnason urðu í efstu sætum einstaklingskeppni KS deildarinnar 2015.

Fanney og Elvar sigruðu á lokakvöldi í Svaðastaðahöll.

Þórarinn Eymundsson, í liði Hrímnis, stóð uppi sem sigurvegari KS-deildarinnar eftir lokakeppni mótaraðarinnar sem fram fór í gær. Þetta er annað árið í röð sem Þórarinn vinnur deildina.

Keppt var í slaktaumatölti og skeiði á lokamótinu.

Fanney Dögg Indriðadóttir og hryssan hennar Brúney frá Grafarkoti, komu sáu og sigruðu keppni í slaktaumatölti, með lokaeinkunnina 7,83. Þórarinn Eymundsson og Taktur frá Varmalæk og Teitur Árnason og Hreimur frá Kvistum voru jafnir í 2.-3. sæti.

A-Úrslit
1.Fanney Dögg & Brúney frá Grafarkoti - 7,83
2-3.Þórarinn Eymundsson & Taktur frá Varmalæk - 7,46
2-3.Teitur Árnason & Hreimur frá Kvistum - 7,46
4 Bjarni Jónasson & Roði frá Garði - 7,0
5.Líney María & Völsungur frá Húsavík - 6,67

Í keppni í skeiði í gegnum Svaðastaðahöll reyndist Elvar Einarsson á Segli frá Halldórsstöðum fljótastur.

Lið Hrímnis var stigahæsta lið mótsins, annað árið í röð, en liðið skipaði í ár, auk sigurvegarans Þórarins; Valdimar Bergstað, Líney María Hjálmarsdóttir og Hörður Óli Sæmundarson.