mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þórarinn sigursæll

1. júní 2015 kl. 09:48

Þórarinn og Taktur

Niðurstöður frá vormóti Léttis.

Þórarinn Eymundsson var sigursæll á Vormóti Léttis sem var haldið á Akureyri um helgina. Þórarinn sigraði fjórgang mótsins á Takti frá Varmalæk auk þess að sigra fimmgangskeppnina á Milljarði frá Barká, eftir að hafa unnið sig upp úr B-úrslitum. Þórarinn stóð einnig efstur keppenda í T2, á Takti, en ekki voru riðin úrslit greinarinnar. Guðmundur Karl Tryggvason og Rósalín frá Efri-Rauðalæk sigruðu töltkeppnina.

Niðurstöður mótsins má nálgast hér.