mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þórarinn sigrar einstaklingskeppnina

26. apríl 2014 kl. 10:55

Lið Baldvins og Þorvaldar

Lið Baldvins og Þorvaldar sigurvegarar

Lið Baldvins og Þorvaldar og Þórarinn Ragnarsson á Þyt frá Efsta Dal II sigurvegarar Uppsveitadeildar Hótels Geysis 2014.

Reiðhöllin á Flúðum var sneisafull af áhorfendum þegar lokakvöld Uppsveitadeildar Hótels Geysis fór fram með keppni í tölti og flugskeiði.  Fyrir keppnina var staða efstu knapa nokkuð jöfn í einstaklingskeppninni  en Þórarinn Ragnarsson fyrir Baldvin og Þorvald og Sólon Morthens fyrir Toyota Selfossi voru jafnir með 17 stig og Guðmann Unnsteinsson í liði Kílhrauns með 16 stig. 

Fyrsti knapi í braut í forkeppninni var Þórarinn Ragnarsson með Þyt frá Efsta Dal II.  Þeir fengu strax  hæstu einkunn í forkeppninni og héldu þeir sæti sínu alla forkeppnina með einkunina 7.27 .  Í öðru sæti eftir forkeppni var Guðjón Sigurðsson með einkunnina 6.87 og í þriðja sæti var Líney Kristinsdóttir (North Rock) á Rúbín frá Fellskoti með 6.80. Helgi Eyjólfsson (Baldvin og Þorvaldur) á Brák frá Egilsstöðum 1 var í fjórða sæti forkeppninnar með 6.77.  Þessi knapar voru því öruggir í A-úrslit en keppni í B-úrslitum varð mjög jöfn þótt nokkrar breytingar yrðu á röð efstu knapa. Bjarni Bjarnason (Bros liðið) á Hnokka frá Þóroddsstöðum sigraði B-úrslitin og og vann sig úr sjöunda sæti í forkeppninni í fimmta sætið. 

Þegar kom að A-úrslitum varð ljóst að Þytur frá Efsta Dal II og Þórarinn Ragnarsson voru par kvöldsins en Þytur sýndi sínar bestu hliðar og voru þeir öruggir í fyrsta sæti með einkunnina 7.78 og hækkuðu töluvert frá forkeppninni en Guðjón Sigurðsson á Þyrnirós frá Reykjavík varð í öðru sæti með 6.89.  Bjarni Bjarnason endaði í þriðja sæti á Hnokka frá Þóroddsstöðum með 6.78 og Líney Kristinsdóttir á Rúbín frá Fellskoti fengu fjórða sæti með 6.667 og Helgi Eyjólfssson á Brák frá Egilsstöðum 1 fékk fimmta sætið með 6.50.

Góð tilþrif sáust í töltkeppninni og var sérstaklega tekið eftir því að í B-úrslitum voru margir af yngri og nýrri knöpunum sem hafa sýnt hæfni sína í vetur og eru engir eftirbátar eldri og reyndar knapa.  Þessi knapar voru Sigurbjörg Bára Björnsdóttir á Blossa frá Vorsabæ II, Finnur Jóhannesson á Kerti frá Torfastöðum, Berglind Ágústsdóttir á Reisn frá Blesastöðum 1A og Dóróthea Ármanna á Bergþóru frá Friðheimum. 

Keppt var í flugskeiði og renndu knapar þrjá spretti  og sigraði Finnur Jóhannesson (North Rock) á  Tinnu frá Glæsibæ á 2.99 sek.  Í öðru sæti var Þórarinn Ragnarsson (Baldvin og Þorvaldur) á Funa Frá Hofi á 3.05 en Helgi Eyjólfsson á Viljari frá Skjólbrekku rann skeiðið á 3.06 og Birgir Leó Ólafsson var skammt á eftir á Skemli frá Dalvík á 3.13 og í fimmta sæti varð Hermann Þór Karlsson á Gítar frá Húsatóftum. 

Í samanlögðum árangri einstaklinga sigraði Þórarinn Ragnarsson með yfirburðum en hann fékk 36 stig en í öðru sæti varð Sólon Morthens með 21 stig og Bjarni Bjarnason með 21 stig í þriðja sæti.  Í fjórða sæti varð Helgi Eyjólfsson með 20 stig  og Guðmann Unnsteinsson í fimmta sæti með 16 stig.

Lið Baldvins og Þorvalds sigruðru liðakeppnina með 61 stig en í öðru sæti varð Bros liðið með 51 stig og í þriðja sæti Toyota Selfossi með 41 stig. 

SKEIÐ - ÚRSLIT

1 Finnur Jóhannesson - Tinna Svört frá Glæsibæ 2,99
2 Þórarinn Ragnarsson - Funi frá Hofi  3,05
3 Helgi Eyjólfsson - Viljar frá Skjólbrekku 3,06
4 Birgir Leó Ólafsson - Skemill frá Dalvík 3,13
5 Hermann Þór Karlsson - Gítar frá Húsatóftum 3,2
6 Bjarni Bjarnason - Blika frá Þóroddsstöðum 3,25
7 Sólon Morthens - Glaumdís frá Dalsholti  3,28
8 Halldór Þorbjörnsson - Ólga frá Hurðarbaki 3,35
9 Jón Óskar Jóhannesson - Svipall frá Torfastöðum 3,39
10 Gunnlaugur Bjarnason - Stormur frá Reykholti 3,42
11 Guðmann Unnsteinsson - Askja frá Kílhrauni 3,47
12 Ingvar Hjálmarsson - Dama frá Fjalli 3,49
13 Dórothea Ármann - Hruni frá Friðheimum    3,75
14 Jón William - Fluga frá Hvammi  3,89
15 Malin Elisabeth Ramm - Viska frá Presthúsum  4,13
16 Líney S. Kristinsdóttir - Hugljúf frá Lækjabotnum  4,14
17 Ragnhildur Stefanía Eyþórsdóttir - Hólmfríður frá Blesastöðum 1A 4,46
18 Guðjón Hrafn Sigurðarson - Sóley frá Syðri-Hofdölum 4,9
19 Björgvin Ólafsson - Birta frá Þverá 10 20 Bjarni Birgisson - Garún frá Blesastöðum 2A 10
21 Ragnheiður Hallgrímsdóttir - Blíða frá Sólheimum 10      

Tölt - A úrslit
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn  

1    Þórarinn Ragnarsson / Þytur frá Efsta-Dal II 7,78   
2    Guðjón Sigurðsson / Þyrnirós frá Reykjavík 6,89   
3    Bjarni Bjarnason / Hnokki frá Þóroddsstöðum 6,78   
4    Líney Kristinsdóttir / Rúbín frá Fellskoti 6,67   
5    Helgi Eyjólfsson / Brák frá Egilsstöðum 1 6,50     

Tölt - B úrslit
Sæti    Keppandi    Heildareinkunn  

1    Bjarni Bjarnason / Hnokki frá Þóroddsstöðum 6,89   
2    Sigurbjörg Bára Björnsdóttir / Blossi frá Vorsabæ II 6,72   
3    Finnur Jóhannesson / Körtur frá Torfastöðum 6,61   
4    Berglind Ágústsdóttir / Reisn frá Blesastöðum 1A 6,39   
5    Dóróthea Ármann / Bergþóra frá Friðheimum 6,06     

Liðakeppnin:

BALDVIN OG ÞORVALDUR  61
BROS LIÐIÐ 51
TOYOTA SELFOSSI 41
TOP REITER  28
KÍLHRAUN 16
NORTH ROCK 16
LIÐ BJARNA BIRGIS  7