miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þórarinn leiðir einstaklingskeppnina

31. mars 2016 kl. 09:40

KS deildin.

Í gærkvöldi fór fram gæðingafimi KS-Deildarinnar.

 

 

 

Þetta er í annað skipti sem boðið er upp á þessa keppnisgrein í deildinni.

 

 

Það verður að segjast eins og er að áhugi virtist ekki vera mikill á greininni hjá áhorfendum sem voru fáir í gærkvöldi. Áhugi knapa virtist einnig mismikill.

 

 

Eins og á öðrum keppniskvöldum voru þarna stig í boði og þeir sem röðuðu sér í efstu sætin voru öll með vel útfærðar sýningar þar sem frábær reiðmennska og gæði hrossa fóru saman.

 

 

 

 

Þetta var mjög gott kvöld fyrir lið Draupnis/Þúfur þar sem Artemisia og Mette röðuðu sér í tvö efstu sætin og náðu þar með forystu í liðakeppni deildarinnar sem er orðin æsispennandi.

 

 

Mette saxaði einnig á forskot Þórarins í einstaklingkeppninni þar sem Bjarni og Gústaf fylgja fast á eftir.

 

 

 

 

Það er því ljóst að á lokakvöldi keppninnar sem fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld 6.apríl verður hart barist bæði í liða- og einstaklingkeppni deildarinnar.

 

 

 

 

Hérna má sjá stöðuna í deildinni fyrir lokakvöldið.

 

 

 

 

1.Þórarinn Eymundsson Hrímnir - 81

 

 

2.Mette Mannseth Draupnir/Þúfur - 77

 

 

3.Bjarni Jónasson Hofstorfan/66°norður - 61

 

 

4.Gústaf Ásgeir Hinriksson Hofstorfan/66°norður - 58,5

 

 

5.Ísólfur Líndal Íbess/Hleðsla - 55,5

 

 

6.Gísli Gíslason Draupnir/Þúfur - 48,5

 

 

7.Artemisia Bertus Draupnir/Þúfur - 48

 

 

8.Líney María Hjálmarsdóttir Hrímnir - 46

 

 

9.Flosi Ólafsson Mustad - 39,5

 

 

10.Fanney Dögg Indriðadóttir MountainHorse - 37,5

 

 

11.Hans Hilmarsson MountainHorse - 35

 

 

12.Helga Una Björnsdóttir Mustad - 35

 

 

13.Guðmundur Karl Tryggvason Lífland - 30

 

 

14.Hallfríður S. Óladóttir MountainHorse - 30

 

 

15.Elvar E. Einarsson Hofstorfan/66°norður - 27

 

 

16.Hlynur Guðmundsson Mustad - 26

 

 

17.Anna Kristín Friðriksdóttir Íbess/Hleðsla -24,5

 

 

18.Valdimar Bergastað Hrímnir -24

 

 

19.Þór Jónsteinsson - Lífland 23

 

 

20.Barbara Wenzl Draupnir/Þúfur - 22,5

 

 

21.Lilja Pálmadóttir Hofstorfan/66°norður - 20,5

 

 

22.Magnús B Magnússon Íbess/Hleðsla - 19,5

 

 

23.Jóhann B. Magnússon Íbess/Hleðsla - 15,5

 

 

24.Birna Tryggvadóttir Lífland - 15

 

 

25.Elvar Logi Friðriksson MountainHorse - 14,5

 

 

26.Sina Scholz Mustad - 14

 

 

27.Bjarney j Unnsteinsdóttir Mustad - 9,5

 

 

28.Agnar Þór Magnússon Lífland - 9

 

 

 

 

Liðakeppni

 

 

 

 

Draupnir/Þúfur - 196

 

 

Hrímnir - 186

 

 

Hofstorfan/66°norður - 167

 

 

MountainHorse - 117

 

 

Íbess-hleðsla - 115

 

 

Mustad - 89

 

Lífland - 77