fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þórarinn efstur

11. mars 2015 kl. 21:48

Narri frá V-Leirárgörðum átti mjög góða sýningu

Forkeppni í fimmgangi í KS deildinni lokið.

Forkeppni í fimmgangi lokið í KS deildinni. Þórarinn er efstur á Narra frá Vestri-Leirárgörðum með 7,00 í einkunn. Rétt á eftir honum er Teitur Árnason á Óskahring frá Miðási með 6,93 í einkunn. Þórarinn var skráður á Þey frá Prestsbæ en hann hefur ákveðið að skipta honum út fyrir Narra. Narri er hátt dæmdur stóðhestur með 9,5 fyrir brokk, 9,0 fyrir tölt, fet, fegurð í reið og vilja og geðslag.

Hér fyrir neðan eru einkunnir úr forkeppni:

Þórarinn Eymundsson Hrímnir - Narri frá Vestri-Leirárgörðum 7,00
Teitur Árnason TopReiter - Óskahringur frá Miðási 6,93
Líney María Hjálmarsdóttir Hrímnir - Kunningi frá Varmalæk 6,87
Hallfríður Óladóttir TopReiter - Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum 6,67
Elvar Einarsson Hofstorfan/66°norður - Gáta frá Ytra-Vallholti 6,60
Tryggvi Björnsson Hofstorfan/66°norður - Knár frá Ytra Vallholti 6,50
Gísli Gíslason Draupnir/Þúfur - Karl frá Torfunesi 6,20
Fredrica Fagerlund TopReiter - Snær frá Keldudal 6,33
Hanna Rún Ingibergsdóttir Íbess-Gæðingur - Hlíf frá Skák 6,17
Valdimar Bergstað Hrímnir - Krapi frá Selfossi 6,17
Mette Mannseth Draupnir/Þúfur - Hnokki frá Þúfum 6,10
Bjarni Jónasson Hofstorfan/66°norður - Dynur frá Dalsmynni 6,00
Guðmundur Tryggvason Efri-Rauðalækur/Lífland - Díva frá Steinnesi 5,97
Baldvin Ari Guðlaugsson Efri-Rauðalækur/Lífland 5,83
Barbara Wenzl Draupnir/Þúfur - Seiður frá Hörgslandi 5,73
Viðar Bragason Efri-Rauðalækur/Lífland - Sísí frá Björgum 5,50
Jóhann B. Magnússon Íbess-Gæðingur - Sjöund frá Bessastöðum 5,33
Magnús Bragi Magnússon Íbess-Gæðingur - Álfadís frá Svalbarðseyri 5,20