föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þórálfur setur met

odinn@eidfaxi.is
1. júní 2017 kl. 23:41

Þórálfur frá Prestsbæ

Skákar Spuna frá Vesturkoti og á yfirlit eftir á morgun.

Það hafa þó nokkrir gert atlögu að hæsta dóm sögunar í kynbótasýningum sem Spuni frá Vesturkoti setti á LM2011 þegar hann hlaut 8,92 í aðaleinkunn, en nú hefur það met veri slegið. Það var hinn ættstóri hestur Þórálfur frá Prestsbæ undan tveimur heiðurverðlaunahrossum, þeim Álfi frá Selfossi og Þoku frá Hólum.

Hér fyrir neðan er dómur hans fyrir yfirlit sem fram fer á morgun.

Höfuð  7.5       Djúpir kjálkar

Háls/herðar/bógar      8.5       Langur - Mjúkur - Skásettir bógar - Djúpur

Bak og lend     8          Vöðvafyllt bak - Afturdregin lend

Samræmi        9.5       Langvaxið - Fótahátt - Sívalvaxið

Fótagerð         9.5       Sverir liðir - Mikil sinaskil - Öflugar sinar - Prúðir fætur

Réttleiki          9          Framf.: Réttir  Afturf.: Réttir

Hófar   9.5       Djúpir - Sléttir - Efnisþykkir

Prúðleiki          9         

Sköpulag         8.93    

Tölt      8.5       Taktgott - Há fótlyfta - Skrefmikið

Brokk   9          Öruggt - Skrefmikið - Há fótlyfta

Skeið   9.5       Ferðmikið - Takthreint - Öruggt - Mikil fótahreyfing - Skrefmikið

Stökk   9          Ferðmikið - Teygjugott - Takthreint

Vilji og geðslag           9.5       Ásækni - Þjálni

Fegurð í reið   8.5      

Fet       9          Taktgott - Skrefmikið

Hæfileikar       8.95    

Hægt tölt         8         

Hægt stökk      8.5      

Aðaleinkunn    8.94