föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þóra og Tenór mæta á "Orri í 25 ár"

18. mars 2011 kl. 20:11

Þóra og Tenór mæta á "Orri í 25 ár"

Rúm vika er nú þangað til stórsýningin “Orri í 25 ár” fer fram í Ölfushöll laugardaginn 26. mars nk.

Reiknað er með að 60-80 hross taki þátt í sýningunni, dætur Orra skipa stóran þátt og afkvæmi flest allra heiðursverðlauna- og fyrstu verðlauna hesta munu mæta í Ölfushöll, þar má nefna Þóru frá Prestbæ, Tenór frá Túnsbergi, Orm frá Dallandi, Jarl frá Miðkrika, Álf frá Selfossi og Ölfu frá Blesastöðum.

Forsala miða á stórsýninguna “Orri í 25 ár” í verslun Baldvins og Þorvaldar á Selfossi og Topreiter, Ögurhvarfi Reykjavík. Einnig er hægt að panta miða og greiða með greiðslukorti í símum 774 1882 og 774 1884 milli klukkan 20 og 22.