þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þóra fékk 10 fyrir skeið

30. júní 2011 kl. 16:37

Þóra fékk 10 fyrir skeið

Hólaættuðu hryssurnar Þrift frá Hólum og Þóra frá Prestbæ eru í tveimur efstu sætunum í elsta flokki hryssna. Þóra hækkaði í 10,0 fyrir skeið og er þá annað hrossið á mótinu sem hlýtur þá einkunn. Þóra eru undan Orra og Þoku frá Hólum, en þrjú afkvæmi Þoku er í kynbótasýningu LM en hin eru Aronssonurinn Þeyr frá Prestbæ og Gustdóttirin Þrönn frá Prestbæ. Öll fjögur afkvæmi Þoku hafa farið í 1.verðlaun, en Þoka stóð sjálf efst á Landsmóti með 8,64 í aðaleinkunn, sem þýðir að Þóra dóttur hennar skákar móður sinni í aðaleinkunn. Önnur er eins og fyrr sagði Þrift frá Hólum undan Adam frá Ásmundarstöðum sem sýndur verður til heiðursverðlauna  hér á mótinu og móðir Þriftar er Heiðursverðlaunahryssan Þrenna frá Hólum sem er dóttir Feykis og Þráar. Þriðja er Sál frá Ármóti undan Sæ og Halastjörnu frá Rauðuskriðum en hún hækkaði fyrir tölt á yfirliti úr 8,0 í 8,5 og átti því sæta skipti við Spildu frá Búlandi sem endar þá fjórða. Spilda er undan Töfra frá Kjartansstöðum og 1.verðlauna Þorradótturinni Skák frá Staðartungu. Fimmta er svo Glæða frá Þjóðólfshaga dóttir Kjarna frá Þjóðólfshaga og Kolfinnsdótturinnar Glóðar frá Þjóðólfshaga. Hún hlaut 9,5 fyrir tölt og er eina klárhryssan af efstu fimm hryssunum. Ekki má þó gleyma Dívu frá Álfhólum sem endar sjötta en hún hlaut 10,0 fyrir tölt og er eina hrossið á mótinu sem nær því, en stóðhestarnir eiga enn eftir yfirlit á morgun og tala margir um að Loki frá Selfossi geti gert atlögu að þeirri einkunn ef vel tekst til.

Lokastaðan í flokknum er því eftirfarandi:

IS2003201166 Þóra frá Prestsbæ
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 = 8,31
Hæfileikar: 8,5 - 9,5 - 10,0 - 8,5 - 9,5 - 9,0 - 8,0 = 9,08
Aðaleinkunn: 8,77      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,5

IS2004258301 Þrift frá Hólum
Litur: 3400 Jarpur/rauð- einlitt
Sköpulag: 8,5 - 9,5 - 8,5 - 9,5 - 7,5 - 8,0 - 9,0 - 8,0 = 8,81
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 8,38
Aðaleinkunn: 8,55      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0

IS2004286137 Sál frá Ármóti
Litur: 1520 Rauður/milli- stjörnótt
Sköpulag: 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 = 8,29
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 8,39
Aðaleinkunn: 8,35      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 7,5

IS2002265220 Spilda frá Búlandi
Litur: 2720 Brúnn/dökk/sv. stjörnótt
Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 7,0 - 7,5 - 8,0 - 7,5 = 7,98
Hæfileikar: 8,5 - 9,0 - 9,0 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 6,5 = 8,59
Aðaleinkunn: 8,34      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0

IS2004281815 Glæða frá Þjóðólfshaga 1
Litur: 1720 Rauður/sót- stjörnótt
Sköpulag: 8,5 - 9,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 8,5 - 7,0 = 8,42
Hæfileikar: 9,5 - 9,0 - 5,0 - 8,5 - 9,0 - 9,0 - 7,0 = 8,29
Aðaleinkunn: 8,34      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0

IS2004284669 Díva frá Álfhólum
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 8,5 - 7,0 = 8,02
Hæfileikar: 10,0 - 8,5 - 5,0 - 8,5 - 9,5 - 9,0 - 6,5 = 8,39
Aðaleinkunn: 8,24      Hægt tölt: 9,0      Hægt stökk: 8,0

IS2004265630 Ugla frá Grund II
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,0 - 7,0 - 8,0 - 8,0 = 7,91
Hæfileikar: 8,5 - 7,5 - 9,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 9,0 = 8,45
Aðaleinkunn: 8,24      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,5

IS2004265999 Fruma frá Akureyri
Litur: 1581 Rauður/milli- stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka glófext
Sköpulag: 9,0 - 9,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 - 7,5 - 7,5 - 7,0 = 8,23
Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 = 8,16
Aðaleinkunn: 8,19      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,5

IS2004287054 Hrund frá Auðsholtshjáleigu
Litur: 1520 Rauður/milli- stjörnótt
Sköpulag: 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 9,0 - 7,5 - 9,0 - 8,0 = 8,39
Hæfileikar: 9,0 - 8,5 - 5,0 - 8,0 - 9,0 - 8,5 - 7,5 = 8,01
Aðaleinkunn: 8,17      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0

IS2003255417 Skinna frá Grafarkoti
Litur: 1500 Rauður/milli- einlitt
Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 6,5 = 7,98
Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 8,21
Aðaleinkunn: 8,12      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0

IS2004225036 Dimmalimm frá Þúfu í Kjós
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 9,0 - 8,0 = 8,37
Hæfileikar: 8,5 - 9,0 - 5,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 7,95
Aðaleinkunn: 8,12      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 9,0