þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þolreið á Landsmóti

24. júní 2014 kl. 11:00

.

Leikreglur

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í þolreiðarkeppni á landsmótinu er bent á að kynna sér eftirfarandi leikreglur. Þolreiðarkeppnin er frá reiðhöll Sleipnis á Selfossi að þjórsárbrú þar sem skipt er um knapa og hest og þaðan áfram í markið sem er á mótssvæðinu. Hvert lið er með 2 knapa og 2 hesta, annar knapinn ríður fyrri legginn, hinn seinni legginn.

Hámarksfjöldi liða er 20, eða 40 knapar og hestar. Hvor leggur er innan við 20 km.

Mæting er kl. 11.00 við reiðhöll Sleipnis þar sem fer fram dýralæknaskoðun áður en lagt er af stað.

Þegar búið er að skoða alla hesta, skrá knapa og merkja verður ræst út með 30 sekúndna millibili. 

Knapar sem ríða seinni áfangann fara með hesta að Þjórsárbrú og bíða þar. Það má reikna með að hver leggur sé tæp klukkutíma reið.

Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin og eru þau veglegir eignarbikarar. Það lið sem lendir í efsta sæti fær að auki 2 flugfarmiða á heimsmeistaramótið í Herning á næsta ári.

Skráning á johanna@landsmot.is. Frestur er fram á miðvikudaginn í næstu viku (2.júlí). 

Þolreiðakeppni Landsambands hestamanna, Icelandair og Laxnes, frá Selfossi að Gaddstaðaflötum á landsmótinu

Keppnisreglur

Tilgangur Þolreiðarinnar er fyrst og fremst að hefja til vegs og virðingar hið forna aðalsmerki íslenska hestsins þ.e. þol og harðfylgi. Þá er tilgangurinn sá, að auka áhuga

hestamanna á þoli og þreki eigin hesta. Leiðin sem er riðin er um 36 km og skiptist í tvo leggi, frá Selfossi að gerði við Þjórsárbrú og frá Þjórsárbrú að stóðhestahúsinu á

Gaddstaðaflötum. Leiðin er riðin af tveim hestum og tveim knöpum og tekur hvor sinn legg. Knapar ráða sjálfir hvorn legginn hver ríður. Knöpum verða afhent

tímatökublöð og á fyrri knapi að skrá niður millitíma sem tímavörður gefur honum upp við réttina á Þjórsárbrú og afhenda knapa tvö miðann sem fylgir honum svo áfram að

Gaddstaðaflötum þar sem lokatími verður skráður.

1. Lágmarksaldur knapa er 16 ára á árinu.

2. Hestarnir skulu vera í sæmilegri þjálfun og ekki yngri en 7 vetra, þeir skulu vera vel járnaðir

og í góðu ásigkomulagi.

3. Knapa er heimilt að ganga með hest sinn yfir erfiða færð eõa til að hvíla hestinn, en verður

að ríða úr hlaði og í mark.

4. Heltist hestur verulega eða sýnir einhver merki ofþreytu eða sjúkleika ber knapa að stöðva

hest sinn og reyna eftir mætti að koma boðum til stjórnanda reiðarinnar um hjálp.

5. Sami knapi verður að ríða hestinum allan legginn.

6. Knapi má undir engum kringumstæðum hvetja hestinn með óhóflegri notkun písks eða svipu

eða nota nokkur önnur ráð sem talist geta varða við dýraverndunarlög. Knapa ber ávallt að

hafa í heiðri dýraverndunarlög og sjáist til hans af stjórnendum reiðarinnar eða öðrum beita

aðferðum sem óeðlilegar geta talist verður hann dæmdur úr leik.

7. Knapa ber að fylgja þjóðveginum og fara eftir leiðbeiningum.

8. Allir hestar eru skoðaðir nákvæmlega af dýralækni fyrir keppnina, þar sem skráður er

hjartsláttur, öndunarhraði, meiðsl og annað athugavert, jafnframt því sem athugað er h.vort

hesturinn er haltur. Þá eru athugaðar járningar. Ef dýralæknir metur hest ókeppnishæfan, af

hvaða ástæðu sem það kann að vera, fær hestur ekki að hefja keppni.

9. Engin hámarks- eða lágmarkstími er ákveðinn heldur er ákveðinn svokallaður

viðmiðunartími þ.e. sá tími sem eðlilega getur talist að sæmilega þjálfaður hestur fari

vegalengdina á. Í þessu tilviki er talið að sá tími sé um það bil 1 klukkustund á hvorn legg.

10. Dýralæknaskoðun fer fram nákvæmlega 30 mínútum eftir að hesturinn kemur í mark og á

henni ákvarðast þau refsistig sem hesturinn fær og koma til frádráttar þeim tíma, sem

hesturinn hefur farið vegalengdina á. Ef hestur er með púls 69 slög á mínútu eða hærri eftir

30 mínútna hvíld er hann dæmdur úr leik, ef hestur hefur misst skeifu er hann dæmdur úr

leik, ef áverkar eru á hesti getur dýralæknir dæmt hann úr leik án frekari útskýringa. Knapi

ber sjálfur ábyrgð á því að mæta til dýralæknis 30 mínútum eftir að hann líkur keppni. Ef

knapi mætir of seint til dýralæknis fellur hann úr keppni.

11. Hvert refsistig gefur 5 mínútur í frádrátt.

Hjartsláttur 56 til 59 slög á mínútu = 1 refsistig

Hjartsláttur 60 til 64 slög á mínútu = 2 refsistig

Hjartsláttur 65 til 68 slög á mínútu = 3 refsistig

69 slög eða meira = hestur dæmdur úr leik.