miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þolreið Kríunnar

odinn@eidfaxi.is
11. mars 2014 kl. 15:10

Bíræfnir reiðtygjaþjófar hafa verið á ferð í hesthúsum á Suðurlandi í vor.

Einar Öder mætir á fundinn og kynnir hugmyndina á bakvið keppni í þolreið.

Fyrirhugað er að halda keppni í þolreið á Kríunni í Flóanum í vor. Þrátt fyrir að nokkrum sinnum hafi verið haldnar keppnir í þolreið hefur þessi skemmtilega keppnisgrein ekki náð að festa rætur hér á landi. Nú hefur hópur áhugamanna ákveðið standa fyrir keppnum í þolreið og er fyrsta mótið fyrirhugað í byrjun maí í vor. Keppnisgreinin hentar öllum, og sem flestir hvattir til að taka þátt.  Þolreið er kannski villandi hugtak því greinin byggist frekar á því að þekkja sinn hest, hafa hann vel undirbúin og geta riðið honum ákveðna vegalengd á sem bestum tíma en þó þannig að áreynsla á hestinn verði sem minnst. 

Opin kynningar og hugmyndafundur verður haldin föstudaginn 14 mars næstkomandi kl. 20.00 á Kríunni sem er staðsett 4 km utan við Selfoss.  Á fundinum verða kynntar hugmyndir þeirra sem eru að skipuleggja viðburðin og óskað eftir tillögum og hugmyndum frá þeim sem áhuga hafa á að taka þátt eða koma að verkefninu með einhverjum hætti.

Einar Öder mætir á fundinn og kynnir hugmyndina á bakvið keppni í þolreið ásamt Sveini Ólasyni dýrakækni en keppnin fer fram undir eftirliti og í samvinnu við Dýralæknaþjónustu Suðurlands.

Það verður kaffi á könnunni og kaldur á krananum og vonandi sjá sem flestir sem áhuga hafa á sér fært að koma og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.