fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þolið ekki samanburðarhæft

18. október 2014 kl. 12:39

Aníta Margrét Aradóttir

Aníta gefur út bók um reynslu sína í Mongólíu.

Góður rómur var gerður að erindi Aníta Margrétar Aradóttur, sem hún hélt um ævintýri sitt í Mongólíu og þeim áhuga sem henni var sýndur í kringum þátttöku sína í þolreiðinni Mongol Derby.

Fundarmenn forvitnuðust um mongólska hrossakynið í samanburði við þann íslenska og reiðhefðir þar í landi.

Ítarlegt viðtal við Anítu má nálgast í 9. tbl. Eiðfaxa en þar segir hún frá reynslu sinni og upplifun á mongólska hestinum. Hér er brot úr greininni:

Aníta segist hafa upplifað mongólska hestinn á svip­aðan hátt og þann íslenska. Með undantekningum þó. „Þeir eru sterkir karakterar eins og íslenskir hestar. Skap­gerðin var misjöfn, sumir voru ljúfir og fínir, aðrir árás­argjarnir. Hugarfarið var greinilega villtara en við þekkj­um hér. Hestarnir okkar eru í meiri návígi við manninn og notaðir meira. Mongólsku hestarnir ganga lausir alla jafna og þeir höfðu sjaldan verið notaðir áður en við fór­um á bak. Því myndi ég ekki lýsa þessu sem vinatengslum eins og þekkist hér.“

Hún segist velta vöngum yfir þróun íslenskrar hrossa­ræktar eftir að hafa upplifað þessa sterku forfeður hesta­kynsins. „Við viljum fótaburð og svif í hverju skrefi og það þarfnast orku. Auðvitað eru mongólsku hestarnir lággengir, en það er það sem Mongólarnir vilja, enda tal­inn orkusparnaður. En þolið er ekki samanburðarhæft. Aldrei væri hægt að ríða íslenskum hesti á þennan hátt í dag. Maður spyr sig því: erum við að rækta mikilvægan eiginleika úr íslenska hestakyninu?“

Aníta Margrét vinnur nú að gerð myndadagbókar um reynslu sína. Aníta las kafla úr bókinni við góðar undirtektir.