föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þökkum frábærar viðtökur

23. júlí 2019 kl. 08:00

Hestar í Hornafirði

Næsta tölublað Eiðfaxa í formi tímarits

 

Eiðfaxi vill koma á framfæri þökkum til lesenda sinna bæði á vefnum og í blaðinu.

Sökum þess hve vel hefur verið tekið í aukna frétta umfjöllun á vefnum og nýir áskrifendur hafa bæst í hópinn að hestatímaritinu Eiðfaxa, varð okkur kleift að gefa næsta tölublað út í formi tímarits. En blaðið er nú farið í prentun og fer í dreifingu til áskrifenda von bráðar. Einnig verður hægt að nálgast blaðið á lausasölustöðum, sem eru víðsvegar um landið.

Með því að Eiðfaxi sé aftur kominn á það form teljum við, sem að honum standa, að greinar og umfjallanir í tímaritinu fái meira vægi og að viðmótið verði skemmtilegra lesendum. Einnig er það hlutverk Eiðfaxa að skjalfesta það sem fram fer í hestamennskunni á hverjum tíma og verða þannig ákveðin heimildasöfnun þegar fram líða stundir. Með því að gefa út tímarit endist geymsluþol blaðanna og  í þeim verður meiri eign.

Einnig hafa viðtökur við umfjöllun á fréttavefnum verið stórgóðar og er Eiðfaxi nú samkvæmt vefmælingu teljara.is kominn á topp 10 lista yfir vinsælustu vefi landsins. Vonum við að þessi meðbyr geri okkur kleift að halda áfram að bæta við frétta umfjöllun um íslenska hestinn og það sem honum tengist.

Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is eða hringja í síma 537-9200.

f.h. Eiðfaxa Gísli Guðjónsson ritstjóri