laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þjóðleg hönnun á fákinn

2. febrúar 2014 kl. 15:00

Uppskrift að þessari ullarábreiðu má nálgast í Eiðfaxa. Hún er hönnuð af Védísi Jónsdóttur.

Prjónauppskrift í Eiðfaxa.

Góð ábreiða getur bætt líðan hestanna á blautum og köldum dögum. Ábreiður draga í sig raka, auka blóðflæði og halda þannig hita að hestinum. Í sérblaði Eiðfaxa um reiðtygi og fatnað má finna uppskrift að þjóðlegri ullarábreiðu á hestinn.

Eiðfaxa má nálgast í öllum helstu hestavöruverslunum landsins. Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is.