miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þjálfunarhrossin sýnd

3. apríl 2013 kl. 11:48

Þjálfunarhrossin sýnd

“Nú þessa dagana eru nemendur á 2. ári í BS-námi í reiðmennsku og reiðkennslu að hefja verknámið, og fæstir þeirra snúa því hingað heim að Hólum að páskaleyfi loknu. Verknámið er tvíþætt: Annars vegar halda nemarnir 10 stunda reiðnámskeið sem þeir hafa verið að undirbúa allt frá áramótum og lokaskil á því felast m.a. í að þeir skila inn myndbandi frá námskeiðinu. Hrossin voru sýnd í reið, fyrst inni í Þráarhöllinni en síðan úti. Á myndinni eru þær Astrid (á Legi frá Hólum) og Ida (á Söng frá Kagaðarhóli) að búa sig undir að fara inn á hringvöllinn. Í baksýn er hópur 3. árs nema í skeiðtíma hjá Þorsteini Björnssyni.

Megináherslan í verknáminu er hins vegar á þjálfun og lokaundirbúningur undir það fólst m.a. í nokkurra vikna vinnu með þjálfunarhross, undir handleiðslu reiðkennara skólans.  Nemarnir skiluðu þessum hrossum af sér áður en þeir héldu í páskaleyfi, og Guðmundur Björn Eyþórsson sendi okkur nokkrar myndir frá skilasýningunni, sem Hekla Katharína Kristinsdóttir hélt utan um,“ segir í frétt á vef Hólaskóla

Fleiri myndir má sjá hér á vef Hólaskóla