þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þjálfun reiðhestsins

7. febrúar 2012 kl. 09:56

Þjálfun reiðhestsins

Óvænt hafa losnað tvö sæti á þetta áhugaverða tveggja helga námskeið í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum með Ísólfi Líndal, sjá lýsingu:

 
Þjálfun reiðhestsins
Námskeið fyrir hestafólk sem vill bæta sig og sinn reiðhest
 
Í upphafi vetrar er hugað að því að leggja stöðugan og góðan grunn sem hægt er að byggja ofaná með áframhaldandi þjálfun. Grunnatriði eins og að áseta og ábendingar séu réttar og virkar, að hesturinn sé jafn og samspora, að hann sé í jafnvægi, andlega og líkamlega og að sátt sé um taumsamband. Eftir þetta tveggja helga námskeið eiga nemendur að vera með vel skilgreint markmið fyrir hvern hest og þjálfun miðuð við það. Farið er yfir hvernig hinar ýmsu hlýðniæfingar sem ætlaðar eru til að mýkja og styrkja hestinn eru að lokum nýttar til þess að laga hestinn að markmiðinu.
 
Kennslufyrirkomulagið byggir í bland á einkatímum, hópatímum, sýnikennslu og fyrirlestrum. Lögð er mikil áhersla á verklega heimavinnu á milli helga. Þegar kennt er í einka- eða hópatímum þurfa aðrir nemendur að kunna að nýta sér það með því að fylgjast með öðrum. Í fyrsta lagi sér maður oft spegilmynd af eigin vandamálum og iðulega sjáum við það sem við ekki finnum þegar við ríðum sjálf. Í öðru lagi fáum við að sjá vinnubrögð og heyra leiðbeiningar oftar endurtekin og í þriðja lagi sjáum við og upplifum hvernig á að takast á við viðfangsefni eða vandamál sem aðrir hesta hafa en manns eigin.
 
Fyrri helgi – Grunnur lagður:
Í upphafi verða einkatímar þar sem farið er í gegnum hvern hest fyrir sig og áttað sig á hvar áherslur skulu lagðar. Að degi loknum verður sameiginlegur fyrirlestur og/eða sýnikennsla.  Seinni daginn verða tveir reiðtímar þar sem tveir vinna í einu.
 
Farið yfir nokkra þætti, s.s.
o Taumsamband. Að fá hestinn til að samþykja létt taumsamband og að hann bregðist við taumábendingum með léttleika og án spennu.
o Jafnvægi. Að hesturinn haldi jafnvægi án áreitis frá knapa.
o Áseta.
o Fótábendingar. Að hesturinn bregðist við fótábendingum með léttleika og án spennu.
o Stjórn á yfirlínu. Að knapi geti haft áhrif á reisingu og höfuðburð hestsins.   
o Náð stjórn á hraða.
 
Seinni helgi – Auknar áherslur á markmiðið:
Fyrri dag ríða tveir og tveir í hóp, tveir reiðtímar per knapa. Seinni dag einkatími þar sem farið verður í lokamarkmiðið, t.d. riðið prógram á hringvelli eða beinni braut.
 
o Upprifjun og einstök vandamál. Farið yfir hvernig hefur tekist til við þjálfun frá síðustu helgi.
o Auknar kröfur um jafnvægi á gangtegundum – söfnun og mýkt.
o Bætt samspil taum- og fótábendinga.
o Hesturinn stilltur inn á markmiðið - Aukin krafa um afköst á gangi, viðbragðsflýti og aukna orku í hreyfingum
 
Kennari: Ísólfur Líndal Þórisson reiðkennari.
 
Tími: 11.-12. feb. og 3.-4. mars kl. 9:00–19:00 (48 kennslustundir) á Hestamiðstöð LbhÍ á Mið-Fossum í Borgarfirði
 
Verð: 52.500 kr Innifalið er kennsla, léttur hádegisverður og aðstaða fyrir hross viðkomandi helgi.
 
Hafi viðkomandi áhuga á gistingu má hafa samband við Lárus Ingibergsson húsvörð hjá LbhÍ gisting@lbhi.is en víða má einnig finna gistiaðstöðu í Borgarfirði.
 
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 9.500 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590.  Kvittun með skýringu send á endurmenntun@lbhi.is