laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þjálfun í byrjun vetrar

odinn@eidfaxi.is
6. október 2014 kl. 15:54

Villi frá Gillastöðum. Knapi Sigvaldi Lárus Guðmundsson. Mynd/Marta Gunnarsdóttir

Farið verður yfir þá þætti sem helst ber að hafa í huga þegar taka á hross inn snemma vetrar og hefja þjálfun.

Hestamannafélagið Grani í samstarfi við Sigvalda Lárus Guðmundsson reiðkennara, ætla að hafa sýnikennslu á Mið-Fossum í Borgarfirði 

miðvikudaginn 8. október næstkomandi.
Farið verður yfir þá þætti sem helst ber að hafa í huga þegar taka á hross inn snemma vetrar og hefja þjálfun. Sigvaldi er þekktur þjálfari, sýnandi og reiðkennari frá Hólaskóla og verður því spennandi að sjá hans nálgun á þessum málum.

Sýnikennslan hefst kl 20:00

Það kostar litlar 500kr inn

Sjoppa á staðnum (seldar pizzur í hléi)

Kveðja, Hestamannafélagið Grani