mánudagur, 17. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þjálfun að komast af stað -

25. júní 2010 kl. 15:08

Þjálfun að komast af stað -

Næstu daga mun töluverður fjöldi af erlendu hestafólki sem ætlaði að koma á Landsmót en ákvað að hætta ekki við 'Islandsferð koma til landsins.
Margir gestanna hyggjast nota dagana til að ferðast um landið, heimsækja hrossaræktarbú og hitta gamla vini. Eiðfaxa lék forvitni á að vita hvernig staðan væri hjá þeim sem eru með söluhross og fá upplýsingar um hvort áhugasamir kaupendur gætu haft erindi sem erfiði ef þeir færu af stað að leita að hrossum til kaups.
Flestir þeir sem Eiðfaxi talaði við voru nokkuð bjartsýnni á stöðuna nú en áður og fólk væri farið að prófa sig áfram við að þjálfa þau hross sem tóku veikina tiltölulega snemma.  Mikilvægt væri þó að fara varlega en þau hross sem virtust komin yfir veikina væru orkumikil og spræk.
Einhver tilfelli eru um að hrossum hafi slegið niður og orðið veik aftur, en þeir sem Eiðfaxi ræddi við voru sammála um að aðalatriðið væri að fara nógu varlega af stað og fylgjast vel með hestinum.
Það er ljóst að töluvert framboð er af heilbrigðum söluhrossum sem áhugasamir geta skoðað, og flest hrossaræktarbú og hestasalar eru tilbúnir að taka á móti gestum næstu daga og vikur.