sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þjálfun á meðan að LM stendur yfir

21. júní 2011 kl. 16:13

Þjálfun á meðan að LM stendur yfir

Nú eru allir keppnisknapar og hrossabændur á förum að heiman, stefnan tekin á Landsmót í Skagafirði. Vandamálið er að fullt af hrossum verða eftir heima, jafnvel keppnishross sem eiga að fara á Íslandsmót...

svo ekki sé minnst á Heimsleika og eða kynbótahross sem stefnt er með á síðsumarssýningar.
Ingimar Baldvinsson á Hólaborg í Flóa sagði Eiðfaxa frá því að vegna fjölda áskorana ætli hann að hafa þjálfunarstöðina að Hólaborg opna Landsmótsdagana. Menn vilja koma þangað í líkamsrækt þeim hrossum sem verða eftir heima en stefnt er með í einhver verkefni.
Nú eru nokkur pláss laus og er fólki bent á að hafa samband við Ingimar í síma 6648080 eða Adolf í síma 8961989.