mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þjálfað í þúfum

28. janúar 2014 kl. 13:29

Rannveig, Magnús, Arnar Finnbogi 8 ára, Erla Rán 5 ára og Sigríður Emma 11 mánaða á baki með meri úr ræktun þeirra. Sú nefnist Ásdís og er á fjórða vetri og undan Þorradótturinni Árdísi frá Stóru-Ásgeirsá og Ómi frá Kvistum.

Viðtal við ábúendur á Stóru-Ásgeirsá í 1. tbl. Eiðfaxa.

Bærinn Stóra-Ásgeirsá blasir við sjónum ferðamanns þegar horft er yfir Víðidal af hlaðinu í Víðigerði. Þar búa Magnús Ásgeir Elíasson og Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir ásamt þremur börnum sínum og stunda hrossarækt og hafa komið sér upp skemmtilegu umhverfi til tamninga.

 „Síðasta haust útbjuggum við rekstrarhring niður á engjar frá hesthúsinu. Þar er mjúkt land með brekkum og þúfum og hæðum. Við erum mjög ánægð með þessa framkvæmd sem býður upp á alhliða þjálfun þar sem reynir á snerpu, styrk og þol. Okkur finnst gaman að sjá hvað hrossin verða jákvæð, spennulaus og hafa gaman af að hlaupa frjáls."

 Viðtal við Magnús Ásgeir og Rannveigu Aðalbörgu má nálgast 1. tölublaði Eiðfaxa sem berst áskrifendum í vikunni. Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is.