mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þingskjal nr. 15 - afgreiðsla

23. október 2010 kl. 10:20

Þingskjal nr. 15 - afgreiðsla

Allsherjarnefnd afgreiddi þessa tillögu þannig að hún skyldi felld.

Miklar umræður voru um þessa afgreiðslu í þinginu en afgreiðsla nefndarinnar að lokum samþykkt.

Tillaga:
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23. október 2010 samþykkir  að bætt verði við reglu 5.2 í lögum og reglugerðum um keppni á vegum LH eftirfarandi viðbót við þriðju setninguna (breytingin er feitletruð og verður setningin þá svohljóðandi):
Íslandsmóti skal skipta upp í mót fullorðinna annars vegar og barna, unglinga og ungmenna hins vegar og teljast mótin aðskilin (sitthvort mótið).

5.2. grein hljóði svo:
Á Íslandsmóti skal keppt í öllum greinum hestaíþrótta.  Halda skal Íslandsmót; mót fullorðinna annars vegar og barna, unglinga og ungmenna hins vegar.  Heimilt er að fella niður keppnisgrein náist ekki lágmarksþátttaka til verðlauna. Stjórn LH er heimilt að veita undanþágu til þess að halda mótin saman, sé þess ekki nokkur kostur að halda þau sitt í hvoru lagi, mótin teljast þó sitthvort mótið.  Keppendur sem hafa keppnisrétt á móti barna, unglinga og ungmenna hafa ekki keppnisrétt á Íslandsmóti fullorðinna.  Mótshöldurum er heimilt að setja lágmarkseinkunn í opnum flokki, og skal það auglýst minnst fjórum mánuðum fyrir mót. Árangur frá árinu áður telst fullgildur.

Greinargerð:
Vaxandi óánægju hefur gætt meðal foreldra keppenda (barna, unglinga og ungmenna) með það fyrirkomulag að ekki megi sami hestur keppa á móti yngri flokka og fullorðinna í sömu grein. Það er venjulegri fjölskyldu ofviða að halda úti tvöföldum hestakosti fyrir bæði ungling og foreldra og heftir þetta oft þátttöku á báðum mótum. Tímabært er að einfalda málið og aðskilja mótin formlega. Enda mótin oft haldin með allt að mánaðar millibili, með allt öðrum dómurum og á allt öðrum stað og því hálfgert á skjön að kalla mótin “sama mót”.   
Þegar svo langt líður á milli hafa hross jafnvel skipt um eigendur og nýr eigandi vill keppa á sínu hrossi. Þannig getur þetta einnig haft viðskiptahamlandi áhrif.