sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þéttbýlingar drjúgir í hrossarækt

9. desember 2011 kl. 11:49

Spuni frá Vesturkoti, aðal stjarna kynbótahrossa ársins, er ræktaður af þéttbýlisfólki.

Ræktuðu góðan helming allra kynbótahrossa á Landsmóti

Góður helmingur allra kynbótahrossanna á LM2011 er ræktaður af þéttbýlisfólki, sem býr ekki á lögbýlum. Af 129 hryssum á LM2011 er 71 ræktuð af þéttbýlisfólki, eða 55%. Af 118 stóðhestum eru 62 ræktaðir af þéttbýlisfólki, eða 52%. Þetta kom fram í tillögu sem Birna Hauksdóttir flutti ásamt öðrum á aðalfundi Félgags hrossabænda, þar sem lagt var til að þéttbýlisfólk greiddi að jöfnu gjöld sem bændur á lögbýlum þurfa að greiða með þátttöku sinni í Félagi hrossabænda. Birna telur jafnframt að hlutfall þéttbýlisfólks sé jafnvel ennþá hærra ef öll sýnd hross eru talin. Þessi hlutföll eru þó óneitanlega áhugaverð útfrá þeirri staðreynd aðlöngum er þrætt um hvort hrossarækt sé búskapur eða lífsstíll. Á myndinni er Spuni frá Vesturkoti, hæst dæmdi stóðhestur í heimi, sem ræktaður er af þéttbýlisfólki.