miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Velferð hestsins er grundvöllur hestamennskunnar

odinn@eidfaxi.is
24. október 2014 kl. 13:33

Væg þrýstingssár í innanverðum munnvikum. Of löng mél auka hættuna á þrýstingssárum í munnvikum og kinnum.

Fræðsluvefur um munn hestsins

Fræðsluvefur um munn hestsins var formlega opnaður á Landsþingi LH 2014. 

Markmið vefsíðunnar er að gera aðgengilegt fræðsluefni um munn og tennur hestsins, beislisbúnað og notkun hans. Á síðunni má einnig finna umfjöllun um atferli hesta og þjálfun sem stuðlar að velferð þeirra og á efnið á erindi til allra sem nota íslenska hestinn til reiðar.

"Munnsærindi í íslenskum keppnishrossum eru undantekningalítið þrýstingssár sem rekja má til beislisbúnaðar og/eða stöðugs þrýsting frá taumtaki. Vandamál tengd tönnum geta þó verið undirliggjandi orsök, t.d. úlfstennur, brotnar tennur og bitgallar. Oft má sjá skemmdir á tönnum hjá hestum sem bíta í mél og dæmi eru um hesta með tannpínu af þeim sökum."

Vefurinn er bæði á íslensku og ensku.

Að vefnum standa Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, Helga Thoroddsen reiðkennari og höfundur knapamerkjanna og Torbjörn Lundström tannlæknir og sérfræðingur í tönnum hesta.

Slóðin er www.mouthofthehorse.com.