miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Þekki flestar hliðar hestamennskunnar"

Óðinn Örn Jóhannsson
7. október 2018 kl. 15:03

Lárus Ástmar - Formaður LH.

Lárus Ástmar býður sig áfram fram til formennsku.

Í 8.tölublaði Eiðfaxa sem nú er á leiðinni til áskrifenda kynna frambjóðendur til formanns Landssambands Hestamannafélaga málefni sín. Lárus Ástmar nefnir að heilt yfir hafi margt áunnist og að samstarf innan greinarinnar hafi að sínu mati tekist vel. Hann segir eftirfarandi í upphafi greinar sinnar:

"Landsmótin þurfa og eiga að vera þær hátíðir sem við öll heimsækjum og þau þurfa að skilja eftir sig upplifun og minningar sem kalla okkur aftur á landsmót. Hvernig gerum við það?  Hestakosturinn á landinu er alltaf að batna auk þess sem afreksknöpum fjölgar ekki síst vegna Háskólans okkar á Hólum.  Grunnurinn í keppninni og kynbótageiranum verður sterkari með hverju landsmótinu sem haldið er. Viðfangsefnið er að hliðarþættirnir eins og skemmtunin, upplifun krakkanna og ungafólksins þarf að vera jákvæð. Í stuttu máli það þarf að vera gaman á landsmótunum okkar.  Til þess að svo geti orðið verða landsmótsstaðirnir að bjóða uppá góða aðstöðu fyrir gesti hvort heldur er um gistingu eða aðbúnað að ræða.   Á ráðstefnu sem haldin var um landsmótin kom fram að þau eigi að vera fjölbreytt og liggur það ekki síst í mismunandi möguleikum þeirra landsmótsstaða sem til greina koma.  Fyrir landsmótið í Víðidal sem haldið var í sumar voru gerðir annarskonar rekstrarsamningar en höfðu tíðkast frá því LH og Bændasamtökin stofnuðu LM ehf sem rekstrarfélag um landsmótin. Tilgangur LM var að sjá um landsmótin framkvæmdarlega og rekstrarlega.  Mótið í sumar og var alfarið á ábyrgð hestamannafélagsins Fáks sem greiðir LM ákveðna þóknun fyrir að fá mótið. Þetta er svipað fyrirkomulag og notast er við þegar heimsmeistaramótunum er fundin staður og rekstraraðila.  Fyrirhugað er að næstu tvö landsmót verði með sama sniði.  Einnig hefur verið í umræðunni að LM fái ákveðna prósentu af innkomnum aðgangseyri og tel ég það vera framtíðar fyrirkomulagið en að reksturinn og framkvæmdin verði á höndum þess eða þeirra félaga sem halda mótin tel ég hafa verið mikið heillaspor fyrir sambandið."

Greinina í heild sinni má lesa í 8.tölublaði Eiðfaxa.