laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þeir allra sterkustu - úrtaka 26.mars

24. febrúar 2010 kl. 09:59

Þeir allra sterkustu - úrtaka 26.mars

Ístöltið „Allra sterkustu“ verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal þann 3.apríl. Þar munu mæta til leiks íslenskir landsliðsknapar, heimsmeistarar, Íslandsmeistarar og fleiri feikna sterkir knapar og hestar. Viðburður sem enginn hestamaður má láta fram hjá sér fara.

Úrtaka fyrir Ístöltið „Þeir allra sterkustu“ verður haldin föstudaginn 26.mars í Skautahöllinni í Laugardal.
Nokkur sæti verða í boði til að taka þátt í sjálfu ístöltinu „Allra sterkustu“.

Frekari upplýsingar um skráningu þegar nær dregur.