fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þegar hestur og knapi verða eitt

9. apríl 2015 kl. 18:00

Bogfimikona þjálfar kennsluhesta fyrir hestabogfiminámskeið.

Bogfimireiðkonan Pettra Engeländer kom hingað til lands um páskana. Hún mun dvelja hér um þriggja vikna skeið og kenna íslenskum hestamönnum listina að skjóta úr boga af hestbaki á tveimur námskeiðum í apríl. Páskana notaði hún til að venja tvo íslenska hesta við bogfimireið, en þeir verða notaðir sem kennsluhestar.

Pettra á rætur að rekja til ungverskra hrossabænda og er hún afbragðsknapi frá náttúrunnar hendi. Hún bjó um þriggja ára skeið í Mongólsku tjaldi í Þýskalandi og rannsakaði þá samband manns og hests. Síðar fullkomnaði hún bogfimifærni sína og er óhætt að segja að hún sé ein farsælasta bogfimireiðkona í heiminum, hefur farið mikinn í slíkum keppnum.

Pettra kennir bogfimireið um alla Evrópu en er hér á Íslandi í fyrsta sinn. Unidrbúningurinn fyrir komuna hingað var talsverður. ,,Við þurftum að útvega nýja og ónotaða boga og örvar fyrir þátttakendur. Við keyptum okkur ný reiðföt og skó til að tryggja að við færum að íslenskum lögum um sóttvarnir."

Páskarnir fóru í að tengjast nýju kennsluhestunum. Hryssurnar sem notaðar eru fjölskylduhross, þær verða þátttakendum til aðstoðar sem og til stuðnings fyrir önnur hross á námskeiðinu. "Hestarnir upplifa meira öryggi í hjörð. Þess vegna reynist auðveldar aða kenna þeim þegar aðrir hestar eru aðeins þögulir þátttakendur," útskýrir Pettra.

Pettra notar hesta-Aikido sem grunndvöll fyrir hestabogfimi en þá aðferð þróaði hún sjálf út frá sjálfsvarnarlistinni Aikido. Byggir aðferðin á að spegla hreyfingar mótherjans í stað þess að reyna að yfirbuga hann.

Þannig vill reynir Pettra að spegla á hreyfingar hestsins og framhugsun og hafa áhrif á þær ef þörf krefur. Knapinn hefur þannig samskipti í stað þess að taka stjórnina og orkan er notuð á skapandi hátt með það að markmiði að geta setið hestinn án tauma og geta haft áhrif á hraða hans og stefnu, á meðan knapinn mundar bogann.

,,Þú tengir sterkt við hestinn," segir Pettra.,,Þú færð tilfinningu að vera eitt með hestinum. Aðferðin getur breytt miklu fyrir hestinn og knapann. Með þjálfun og æfingu getur knapinn, einn daginn, riðið hesti sínum á öruggan hátt án taums og framkvæmt æfingu á hvaða hraða og gangtegund sem er."

Námskeiðin tvö munu fara fram í reiðhöll Eldhesta við Hveragerði dagana 12.-14. apríl og 17.-19. apríl. Þann 16. apríl er einnig boðið upp á Aikiko fræðslu. Nánari upplýsingar má nálgast hér.