þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þaulræktaðir skeiðmeistarar

27. febrúar 2015 kl. 16:00

Landsmótssigurvegararnir Vera og Hera frá Þóroddsstöðum ásamt Vigdísi Matthíasdóttur og Bjarna Bjarnasyni.

Ný kynslóð ræktunarhryssna á hrossaræktarbúinu Þóroddstöðum.

Hrossaræktarbúið Þóroddsstaðir hlaut titilinn Ræktunarbú keppnis­hrossa 2014 á Uppskeruhátíð hestamanna í janúar. Ræktunin er rótgróin og má rekja ræktunarsögu búsins allt til fyrstu skipulegu kynbóta á íslenska hestakyninu í upphafi 20. aldar. Ræktunin er einkum í höndum feðganna Bjarna Þorkelssonar og Bjarna Bjarnasonar, en öll fjölskyldan tekur þátt og leggur gott til mála.

Í 2. tbl. Eiðfaxa má nálgast umfjöllun um ræktunarbúið Þóroddsstaði og viðtal við Bjarna Þorkelsson. Hér er brot úr greininni:

Nokkur kynslóðaskipti eiga sér stað á búinu um þessar mundir. Nokkrar af eldri hryssunum hafa verið afsettar. Yngri og óreyndari hryssur eru nú í notkun, hryssur sem Bjarni ætlar stórt hlutverk. „Við bindum vonir við að nú séu að koma upp hryssur á borð við þær sem stórfjölskyldan átti áður. Þær voru gæðingafabrikkur og undan þeim kom hver snillingurinn á fætur öðrum. Það er á svona hryssum sem allur árangur eða yfirburðir ræktunarmanna byggjast. Um hríð höfum við ekki átt hryssur sem standa jafnfætis þessum. Ég er bjartsýnn á að þær yngri taki nú við og haldi uppi merki formæðra sinna.“ Bjarni nefnir þrjár hátt dæmdar Þóroddsdætur, Von, Hrefnu og Stellu, sem allar eru fylfullar, en hafi ennþá átt aðeins fá folöld. Það eru tryppi sem ekki eru komin á tamningaaldur.

Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.