miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þátttakendur á fyrsta móti ISI-CUP mótaraðarinnar-

2. janúar 2012 kl. 10:25

Þátttakendur á fyrsta móti ISI-CUP mótaraðarinnar-

Þátttakendalisti fyrir fyrsta mót hinnar nýju ISI-CUP mótaraðar er að mótast.

Mótaröðin, sem verður haldin víðsvegar um meginlandið næsta vor, á að sameina bestu knapa víðsvegar að á Norðurlöndum og Þýskalandi á einn vettvang. Þannig var öllum heimsmeisturum boðin þátttaka auk heimsmeistara í ungmennaflokki. Heimsmeistarinn í fjórgangi, Anne Stine Haugen mun mæta með Muna frá Kvistum til keppni á fyrsta mótinu, einnig Tina Kalmo Pedersen, heimsmeistari í slaktaumatölti og Ditte Soeborg heimsmeistari ungmenna í tölti.

Fyrsta mót fer fram í Bökeberg í Svíðþjóð 16.-18. mars og verður keppt í fimmgangs-, fjórgangs- og töltkeppnum. Íslendingar munu eiga sína fulltrúa á mótinu skv. þátttakendalistanum núna en feðgarnir Lúther Guðmundsson og Arnar Logi Lúthersson eru skráðir til leiks. Arnar Logi mun þá koma fram á landsmótsmeistaranum sínum í unglingaflokki frá 2008, Frama frá Víðidalstungu II, en Frami fór nýlega utan til Danmörku þar sem Arnar Logi er nú búsettur.

Þátttakendalistann má nálgast hér.