fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þarf ekki mikið til að gleðja

28. júní 2016 kl. 19:57

Guðmundur Karl vill frekar leika sér í pollunum en að horfa á hestana.

Guðmundur Karl buslar í pollunum á Hólum.

Þó flestir Landsmótsgestir séu blautir og kaldir eftir daginn í dag er það ekki svo hjá öllum. Á planinu við gæðingavöllin rakst blaðamaður Eiðfaxa á lítinn snáða sem hljóp um í pollunum og skemmti sér konunglega. Hann var nú ekki alveg sáttur við að blaðamaður væri að trufla hann og lét hann því ekki trufla sig. Þessi ungi snáði heitir Guðmundur Karl Antonson og er rúmlega tveggja ára. Hann hefur meiri áhuga á pollunum en því sem er að gerast á vellinum. Blaðamaður smellti mynd af Guðmundi í pollunum og þakkaði honum fyrir. Guðmundur Karl var fljótur að lyfta hendinni og vinka bless.