sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

„Þægilegt að fara út með hryssu sem ég þekki vel“

17. júlí 2019 kl. 14:40

Benjamín Sandur

Viðtal við Benjamín Sand landsliðsmann

 

Benjamín Sandur Ingólfsson náði frábærum árangri á síðastliðnu Íslandsmóti þegar hann varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði á Messu frá Káragerði og Íslandsmeistari í fimmgangi á Smyril frá Vestra-Stokkseyrarseli. Hann hlaut einnig fjöður Félags tamningamanna fyrir skeiðsýningar á Smyrill í úrslitum fimmgangs.

Benjamín er eitt af þeim ungmennum sem keppa fyrir íslandshönd á HM í Berlín. Hann mun keppa í skeiðgreinum á Messu frá Káragerði.

Blaðamaður Eiðfaxa ræddi við Benjamín um þá áskorun sem bíður hans þegar á HM er komið

Viðtalið má nálgast á youtube rás Eiðfaxa með því að smella á vefslóðina hér fyrir neðan.

https://youtu.be/5aeAiPEr394