sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Það sýður á Katlinum

4. október 2013 kl. 15:01

Ragnhildur á góðri stundu úti í náttúrunni með hestinn Eitil og hundinn Tind. Mynd/ Þorri

Viðtal við Ragnhildi Haraldsdóttur

Ragnhildur Haraldsdóttir gerði það gott á Suðurlandsmótinu í hestaíþróttum, sem var haldið á Gaddstaðaflötum í ágúst. Hún var með tvo efstu hestana eftir forkeppni í fjórgangi meistaraflokks og vann úrslitin á stóðhestinum Katli frá Kvistum. Hún keppti einnig í tölti meistara á Katli og náði þar þriðja sætinu.

Ragnhildur er enginn nýgræðingur í hnakknum. Reiðmennska hennar er til fyrirmyndar, ásetan góð og ekki skemmir snyrtimennska og stíll í klæðaburði fyrir. Hún hefur verið í hestamennsku frá blautu barnsbeini og útskrifaðist sem reiðkennari og tamningamaður frá Hólaskóla 2011. Þar hlaut hún meðal annars hina eftirsóttu Morgunblaðsskeifu, sem er veitt fyrir besta samanlagða árangur í reiðmennsku á fyrsta ári, og reiðmennskuverðlaun FT.

Lesið viðtalið í heild sinni í nýja Eiðfaxa sem kemur út í dag. Hægt er að gerast ákrifandi í síma 511-6622 eða eidfaxi@eidfaxi.is

 

Ragnhildur Haraldsdóttir og Ketill frá Kvistum á Suðurlandsmótinu Mynd: Hulda Finns

 

Komin í slaginn við „þá stóru“ í fjórgangskeppni á Suðurlandsmóti 2013. Ragnhildur er í miðið á Katli frá Kvistum, til hægri er Sigurður Sigurðarson á Dreyra frá Hjaltastöðum og til vinstri Þórarinn Ragnarsson á Þyti frá Efsta-Dal. Mynd/Jens Einarsson

 

Ragnhildur situr Krás frá Strandarhöfði á LM2012 í Reykjavík. Mynd/Jens