mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Það styttist í KB mótaröðina

19. janúar 2014 kl. 21:29

Mótaröðin er bæði liða- og einstaklingskeppni

Nú styttist í það að fyrsta mótið í KB mótaröð Faxa og Skugga verði haldið. Eins og fyrri ár er það Kaupfélag Borgfirðinga sem er aðalstyrktaraðili mótaraðarinnar og hafi forsvarsmenn félagsins heila þökk fyrir. Keppni fer fram þrjá laugardaga í febúar og mars. Mótaröðin er bæði liða- og einstaklingskeppni, þ.e. engin skylda er að vera í liði til að geta tekið þátt. Ekki liggur fyrir hversu mörg lið taka þátt en væntanlega verða þau 5 – 6. Í fyrra sigraði lið Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar, LIT liðið.

8. febrúar – Fjórgangur V2. Keppt er í opnum flokki, 1. flokki, 2. flokki, ungmenna- unglinga – og barnaflokki.
1. mars – Tölt T3. Keppt er í opnum flokki, 1. flokki, 2. flokki, ungmenna- unglinga – og barnaflokki.
15. mars – Fimmgangur F2 og Tölt T7. Í fimmgangi er keppt í opnum flokki, 1. flokki og 21 árs og yngri. Í T7 er keppt í 2. flokki, ungmenna – unglinga – og barnaflokki.

Öll mótin verða haldin í Faxaborg og hefjast kl. 10. Auglýsingar um hvert mót birtast er nær dregur mótinu.