þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Styttist í Íslandsmót fullorðinna

1. júlí 2013 kl. 10:21

Skráning stendur yfir en renndur út á morgun, 2. júlí.

Nú styttist í það að Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum hefjist. Skráning stendur nú yfir en frestur til að skrá sig til leiks rennur út 2. júlí, eða að kvöldi þriðjudags.

Skráð er í gegn um skráningarkerfið Sportfeng og er leiðbeiningar m.a. að finna á heimasíðu mótsins http://www.islandsmotlh.is/. Þar er einnig að finna ýmsar upplýsingur um mótið og undirbúning þess.

Er þess vænst að margir leggi leið sína í Borgarnes dagana 11. – 14. júlí.