þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Það gengur bara vel" Snorri Dal og Anna Björk heimsótt.

21. janúar 2011 kl. 13:51

"Það gengur bara vel" Snorri Dal og Anna Björk heimsótt.

Snorri Dal Og kona hans Anna Björk Ólafsdóttir hafa ásamt vinum sínum þeim Páli Jóhanni  og Guðmundu í  Stafholti í Grindavík fest kaup á hesthúsinu sem hýsti starfsemi Atla Guðmundssonar í hesthúsahverfi hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði til nokkurra ára. Hesthúsið rúmar 23 hross og í því er góð innivinnuaðstaða sem er 11x11m  að stærð.
Eiðfaxi heimsótti þau Snorra og Önnu til að forvitnast meira:
Hvenær keyptuð þið þessa aðstöðu?
„Það var í haust sem við keyptum og í kjölfarið fluttum við strax alla okkar starfsemi hingað“
Hvaða starfsemi rekið þið?
„Það er nú þetta hefðbundna, tamningar,  þjálfun og  kennslu, síðan erum við aðeins að selja hross“
Er nóg að gera í tamningum?
„Mjög fínt, næg eftirspurn. Við erum aðallega með fyrir okkar viðskiptavini efnilegar hryssur og einnig nokkra stóðhesta sem sýna á í vor“.
Er svolítið að gera í kennslu?
„Já það er töluvert við bjóðum bæði einkatíma hér  í húsinu og í reiðhöll félagsins hér á svæðinu. Við Anna erum bæði í kennslunni sitt á hvað“.
Hvernig er hestasalan?
„Það var fínt fyrir jól og gekk vel en hefur verið rólegra eftir áramót en er að fara í gang aftur með hækkandi sól. Við höfum verið að selja bæði hér innanlands og svo til útflutnings“.
Er gott verð á hrossum?
„Það er bara svipað og það hefur verið en eftirspurnin er mest  eftir góðum og vel tömdum hrossum. Það er mikil eftirspurn eftir keppnishrossum og má segja að þau vanti á markaðinn“.
Er LM hugur í ykkur?
„Já að sjálfsögðu er það. Við erum með dálítinn hóp sem ættu að hafa möguleika á að komast þangað gangi allt upp.
Kaldi frá Meðalfelli Álfssonur verulega efnilegur 5gang