miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þá verður kátt í höllinni

3. desember 2009 kl. 09:22

Þá verður kátt í höllinni

Lifandi jólamarkaður í Hrímnishöllinni: Laugardaginn 12. desember verður haldinn mikill jólamarkaður í Hrímnishöllinni á Varmalæk frá kl. 13-18. Boðið verður upp á handverk og góðgæti í magann frá handverksfólki og matgæðingum í Skagafirði og Húnavatnssýslum. Auk þessa fá börnin að skoða húsdýr í hesthúsinu og að sjálfsögðu verður lifandi tónlist. Jólasveinarnir byrja að trítla til sveita um þessar mundir og er víst að gestir munu verða varir við þá.

Hugmyndin að markaðnum kviknaði hjá Sigrúnu Indriðadóttur á Stórhóli í Skagafirði og hefur hún fengið marga góða einstaklinga í  lið mér sér til að gera daginn sem skemmtilegastan. Margir hafa þegar meldað sig og ætla að mæta með vörur sínar og jólaskapið í farteskinu. Á markaðnum má selja allt sem heitið getur handverk og handunnar vörur og af matarkyns er von á  hákarli, kartöflum, grænmeti og blómum svo eitthvað sé nefnt en sérstaklega er tekið fram að geymsludót fær ekki að vera á boðstólnum.

Fyrir þá sem vilja gera sér glaðan dag þann 12. desember milli 13 og 18 þá er um að gera að líta við í Hrímnishöllinni.
Enn er hægt að skrá sig með vörur sínar hjá Sigrúnu í síma 453 8883 eða 823 2441 og Maríu í síma 453 8227 eða 865 8227.