þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Teymingar er góð þjálfun

3. júní 2014 kl. 08:51

Einar Öder Magnússon og Glóðafeykir frá Halakoti.

Einar Öder ræðir hina íslensku reiðhefð.

Einar Öder Magnússon hefur löngum verið talsmaður hinnar klassísku reiðmennsku, sem ruddi sér til rúms hér á landi á sjöunda áratug síðustu aldar. Hann bendir hins vegar á að gamlar og góðar aðferðir, sem þekktust hér fyrr á öldum, eru enn í fullu gildi.

 „Við búum að góðum hefðum hér á Íslandi. Okkar bestu reiðmenn gegnum tíðina hafa betrumbætt hestana. Þeir notuðu aðferðir sem í dag væru rökstuddar á hreyfiaflsfræðilegum forsendum sem góðar tamningaaðferðir. Tökum sem dæmi teymingar, sem ég tel einhverja albestu aðferð til að temja hest. Við notuðum heilum og hálfu veturna í að teyma hesta utan á öðrum og síðan í hendi. Þannig voru þeir vandir við hnakk og umhverfið sitt. Þegar hestur er teymdur er hann látinn hlaupa eilítið sveigður upp á báðar hliðar. Hann er mikið til í því sem við köllum opinn sniðgangur. Hann opnar ytri bóginn og eflir innra afturfótaskref sem styrkir ganginn. Það er varla til betri þjálfun.“

Viðtal við Einar Öder og Svanhvíti Kristjánsdóttur má nálgast í 5. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.